11.10.08

Endurvinnsla

Stuart Haygarth er breskur hönnuður sem á heiðurinn af þessari fínu aflöngu ljósakrónu. Hún ber heitið Shadey Family og er gerð úr gömlum notuðum glerkúplum. Þetta er nú eitthvað fyrir mig, því ég kem ansi oft við í Góða hirðinum og stoppa þá alltaf við hilluna með glerkúplunum, hef þó enn látið þá vera. En það eru fleiri en ég og þessi ágæti Stuart sem heillast af svona gömlu gleri því neðri myndirnar tvær eru teknar af síðu Kathleen Hills, sem er einnig breskur hönnuður og með svipaðar hugmyndir.

Engin ummæli: